Góðan Daginn.


Ég lagði leið mína niður í bæ um daginn í leit að bassamagnara kíkti í allar helstu búðirnar en sá hvað Tónabúðin bar af.
Búðarstjórinn svaraði öllum spurningum og hjálpaði mér alveg mjög mikið hvernig á að skipuleggja raðgreiðslur og hvernig þetta væri hagstæðast fyrir mig sjálfan.
Svo bað ég um að prófa magnara hinn og þennan og það var minnsta mál í heimi fyrir þeim og það var ekkert verið að láta mig fá neinn ruslbassa til að prófa með magnaranum ,ónei.
Hann rétti mér 80þúsund króna Musicman Stingray helvíti fínn,
fékk að sitja þarna heilllengi og prófa hann á allavegu, svo er ekki nóg með það þeir taka líka við eiginlega öllu uppí nýtt svo maður sé ekki að sitja uppi með td. gamlann magnara eða gítar,
besta þjónusta sem ég hef fengið í nokkurri verslun, annað en í Gítarnum karlskröggurinn þar er eitthvað stórfurðulegur.
Nóg um það.

Ég held ég versli hvergi annarstaðar en í Tónabúðinni sem eftir er Góð verslun, gott verð, góð þjónusta.

Takk fyrir mig.