Ég er ósköp hræddur um að ég sé að spila öðruvísi tónlist því oft í gegn um tíðina hef ég prófað að auglýsa eftir hljómsveitarmeðlimum en virðist alltaf lenda á þessum stöðluðu týpum. Flestir virðast vera að spila svipaða tónlist og hafa svipaðar hugmyndir um hvernig hún á að vera. Ég er að tala um aðeins þyngri og rólegri tónlist en gengur og gerist (Emó).

Mig langar því að biðja áhugasama að skoða hjá mér nýtt lag (No Words)á rokk.is (Hljómsveitin XanaX). Oftar en ekki er öðruvísi tónlist tekið illa, en ég er svosem orðinn vanur “The Simple Minded”.

Allaveganna, ef það er einhver þarna sem hefur áhuga á að spila svona tónlist með mér þá endilega hafið samband hér á huga.<br><br>Don't confuse lack of talent for genius
Don't confuse lack of talent for genius