Ef einhver er í gítarhugleiðingum og á ekkert alltof mikinn pening (og á eða hefur aðgang að visakorti) þá er nýbúið að dumpa verði á Yamaha 820 gíturum í USA, þetta eru alvöru hljóðfæri sem kostuðu um 80-100þús í byrjun en duttu niður í svona 60-70þús eftir einhvern tíma.

Virðist sem menn séu bara of stökk í Gibson og Fender dæminu (ekkert af því svo sem ef þú átt bunka af pening) þannig að grei Yamaha hefur ekki gengið nógu vel að selja þessar græjur. Ok þetta er gítar svona í ætt við Les Paul, stílaður inn á rokk og heavy stuff en ætti að virka í flest.

Er með DiMarzio pickupum og læstum Sperzel tunerum, massagóðum háls og feitu sándi, í hlekknum hér fyrir neðan musiciansfriend.com er hægt að fá hann á $272 en það þarf að taka hann í gegn um shopusa.is, heildarverð er þá víst 30.791 kr hingað kominn. Það er hægt að fá Deluxe harða tösku fyrir um 10þús hjá þeim líka, kannski ekki vitlaust fyrir þetta ferðalag:)

musiciansfriend.com sendir aðeins stöff innan USA og þess vegna þarf að nota shopusa.is, þú lætur bara senda vöruna til þeirra og þeira græja hana hingað heim.

Það er hægt að fá aðeins öðru vísi týpu á 123music.com af þessum gítar sem er gerður fyrir að tuna hann niður í allt að A held ég fyrir svona meiri NuMetal dæmi, þeir senda beint á Ísland þannig að ekkert þarf að fara í gegn um annan aðila.

Ég leyfi mér að fullyrða að það væri erfitt að fá hljóðfæri í þessum klassa fyrir 30þús hérna og reyndar fyrir 60-70þús þessvegna, allavegana ef þið eruð að pæla tékkið á gripnum, minn er í pöntun.

Kveðja
baral

<a href="http://www.musiciansfriend.com/srs7/sid=040110003111217151174045975688/g=home/search/detail/base_id/59169">Tékkið á græjunni hér</a>