Í sumer keypti ég mér Squier stratocaster pakka með fylgjandi magnara. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekkert hágæðahljóðfæri, en málið er að ég hef aldrei náð að framkalla þau hljóð sem ég er að sækjast eftir.
Nú veit ég ekkert, EKKERT um magnara, pickuppa eða hvað sem þetta heitir allt, en ég virðist aldrei geta náð hreinu rafmögnuðu hljóði úr honum, annaðhvort er það bara gróft distortion innbyggt í magnarann eða eitthvað banjó hljóð sem fæst með að skipta úr hreinu kassahljóði með takkadæminu sem ég geri ráð fyrir að hafi eitthvað að gera með aflöngu kassana sem standa uppúr fyrir neðan hálsinn.
(er þessi setning skiljanleg? ef ekki biðst ég afsökunar ;))

Ég er að sækjast eftir að spila aðalega blús og rokk, eitthvað út í Zeppelin, og mig langar að fá svona hljóð eins og Page er oftast með, t.d. í Black Dog og svona tært rafmagnað eins og má finna í Since I've Been Loving You. Einnig langar mig að spila sologítarinn í Get Back með Bítlunum. Aðalmálið er samt að ná svona hreinu, fallegu rafmögnuðu hljóði.

Allavegana, spurningin er, hvernig fæ ég þessi hljóð? Þarf ég betri magnara, betri gítar eða einhverjar pedalagræjur?<br><br><b>“Just remember love is life
and hate is living death
Treat your life for what it´s worth
and live for every breath”</b>
<i>- A National Acrobat - Black Sabbath 1972</i
For those about to rock I salute you!