Já góðan og blessaðan daginn og gleðileg jól, ár og lok jóla.

Nú verður að viðurkennast hér í upphafinu að ég er ekki mikill hljóðfærakall, hef spilað tiltölulega stutta stund á hljóðfæri og veit þar af leiðandi nánast ekkert.

En samt sem áður hef ég spurningu.

Ég er nefnilega meðlimur í nýstofnaðri hljómsveit, og mig langar til að vita, hvað í ósköpunum maður þarf til að geta verið í vel starfhæfu bandi, hljóðfæra skipan er 2 gítarar, bassi, trommur og söngur.

Bassinn og gítararnir hafa sína magnara sér, þó svo að þeir séu miskraftmiklir.


Hvað notar maður til að samhæfa hljóðið og setja það allt inn á sama kerfið. Mig grunar að það sé einhversskonar mixer, en hvernig virkar það, meina bassinn er með sér fyrirbrigði sem heitir bassamagnari, þannig að það er varla hægt að stinga honum bara í mixer og spila í venjulegum hátölurum. Eða hvað?

Það sem ég er aðallega að fiska eftir er, hvernig maður tengir bassan, gítarana, trommurnar og sönginn allt inn á sama hljóðkerfið, og hvernig lætur maður bassan funktiona rétt með gítörunum(eflaust vitlaust orð) einnig þætti mér gaman að vita hvað maður ætti að kaupa, hvernig mixer(jafnvel hvernig magnara, því okkur vantar alla betri magnara, endilega líka taka fram hvað stóra magnara)

Annað sem mig langar til að vita er hvenrig maður tengir effecta inn á magnarann. Eins og þetta er hjá mér, er plug frá gítarnum í jack á magnaranum magnarinn í rafmagn, og voila, verði hljóð.
En setjum sem svo að ég vilji tengja gítarinn við effect, hvað geri ég þá???

Vona að ég fái jákvæð og skemmtileg svör :D

Takk fyrir
Hjörtur


P.s. Ég er bún að spila á gítar á fullu síðan í sept, bún að spila svona aðeins í svona ár.
Ég er ekki til í alvörunni.