Þessi orð eru skrifuð í blindri örvæntingu!!!
Ég hef nýlega fjárfest í munnhörpu og hef rosalega mikinn áhuga og löngun til þess að læra á þetta hljóðfæri, enda mikill Muddy Waters og Bob Dylan aðdáandi, en það er hægara sagt en gert að koma hljóði útúr þessu apparati svo að það hljómi eins og lag, ég meina, það kemur alveg hljóð en ekki tónlist.
Er EINHVER tónlistarskóli eða námskeið þar sem er hægt að læra á þetta hljóðfæri því mig langar rosalega að leggja þetta fyrir mig.
Ef þið hafið einhverjar upplýsingar þá getið þið post-að hér í “svara grein” eða sent mér ímeil á pixie@hugi.is eða pixie@isl.is.

Með fyrirfram þökk, Pixie.