Nú um jólin fékk ég gefins bók um lampamagnara. Ég hef aldrei átt slíkan magnara enn en síðan í sumar þá hef ég fengið brennandi áhuga á að smíða einn. Það er víst ekkert mikið mál en mig langar að fá álit einhverra hérna (sem hafa reynslu) um það hvernig þeim gekk. Ég er mjög fljótur að læra og er að læra um rafmagn og þess háttar og er að lesa mig til um hitt og þetta sem snertir lampamagnara. Auk þess hef ég mjög gott svæði til þess að byggja slíkann magnara (mikið af verkfærum, fullt af plássi, nóg af rafmagnsdóti(viðnám,spennar o.fl.) og föður með master í rafmagnsverkfræði til þess að hafa umsjón).

Með von um greinargóð svör,
Organum<br><br>Lifi funk-listinn
Lifi funk-listinn