Góðan og blessaðann daginn

Ég er með Premier Artist Maple sett sem að ég keypti í himnaríki trommarans sem að hét Samspil (ekki trommarinn sko, búðin).

það er Black Laquer sem að útleggst fyrir okkur sem að eru frekar einföld sem glampandi SVART.

Stærðirnar eru eftir farandi ath að ég er ekki með dýptina á hreinu þannig að ég nefni bara díameterinn:

10“ Tom
12” Tom
14“ Páka (floor tom)
20” Bassa Tromma
14“ Snerill

Settið er í topp standi og er mjög vel með farið í alla staði. Það sándar einstaklega vel og þá sérstaklega snerillinn sem að er hreinn draumur. Gulli Briem fékk þetta sett lánað þegar hann var með Workshop námskeiðið sitt í fyrra.

Einnig er ég með cymbala sem að eru:

14” Sabian Pro Sonix Hihat (ágætt kannski ekki það besta)
16“ Sabian AXX Crash (virkilega góður)
16” Sabian Signature Dark Crash ( Fínn crash frekar þunnur)
20,5“ Sabian Chad Smith Signature Crash Ride (SNILLD!)
10” Paiste Alpha Splash

Hugmyndin er að þið mynduð kannski lesa þetta yfir og gera mér tilboð í allt heila klabbið. Er ekki hrifinn af því að selja þetta í pörtum. Draumurinn er að einhver góður maður bjóði mér DW sett og takki þetta sett í milli.

“Já þeir sögðu að hann hafi verið trommari, þetta er svo sorglegt”