Góðan Daginn!

Hljómsveitin bob auglýsir hér með eftir bassaleikara. Við erum þrír herramenn á aldrinum 17-21. Nauðsynlegt er að bassaleikarinn sýni mjög mjög mikinn metnað (æfingar 4-6 sinnum í viku) og æskilegt er að bassaleikarinn sé nokkuð fær hljóðfæraleikari og að sjálfsögðu að hann fýli músíkina okkar. Hægt er að nálgast nokkuð gömul tóndæmi á heimasíðu okkar, www.bobmusic.tk
Við stefnum alla leið með bob. Við spilum oft á tónleikum. Við þróumst yfirleitt ansi hratt og það skemmtilegasta sem við gerum er að gera tilraunir. Helstu áhrifavaldar okkar væru væntanlega: Sonic Youth, Smashing Pumpkins, Velvet Underground, Bítlarnir, Placebo, Silverchair, Led Zeppelin og margt margt fleira. Við erum með frábært æfingahúsnæði og gott upptökustúdíó.
Ekki væri slæmt ef að bassaleikarinn gæti sungið.

Við hvetjum alla sem telja að þeir hafi áhuga að hafa samband.
sendið e-mail á bobrokk@hotmail.com eða hringið í s. 6986261, Friðrik.
Við erum á höfuðborgarsvæðinu.

kveðja