Góðan daginn. Við erum hér fjórir gaurar á aldrinum 18-19. erum þrír gítarleikarar og einn bassaleikari og við erum að leita okkur að trommara. tónlistin sem við spilum er frekar hresst og sérkennilegt rokk. við erum að taka influence frá böndum eins og Rob Zombie, In Flames, Black Label Society og Ozzy Osbourne. Við höfum hugsað okkur að byrja í instrumental rokki og færa okkur síðan yfir í það að fá okkur söngvara sem að er nógu helvíti djúpraddaður til þess að redda okkur. En ef þú ert trommuleikari sem að kannt helst að djöflast á double kicker og ert vanur góðum metal og rokki þá ert þú aðilinn sem við leitum að. Þetta er ekki einhver grúppa sem að hittist bara og spilar og síðan búið. þar sem að við allir fjórir erum góðir vinir er þetta líka mikill félagsskapur og sjáum við fram á margar stundirnar sem fara í það að bara sitja og chilla með bjór og njóta lífsins. en hef þú hefur áhuga hafðu þá samband við mig hér á huga og við ræðum málin.

Rokk og Ról!