Hæ, ég spila á selló og hef spilað í 4-5 ár. Mér finnst alveg þvílíkt gaman að spila og æfi mig regulega og allt þannig. Ég er reyndar ennþá í Tónmenntaskóla Reykjarvíkur og fer í Tónlistarskólann upp í Skipholti á næsta ári. Ég er bara á 3/4 sellói, og er að skoða heilselló í Tónastöðinni. Málið er, að ég tek stigspróf núna í febrúar, og er að spá hvort ég ætti að kaupa sellóið fyrir eða eftir prófið.

En er einhver hérna sem spilar á selló og veit mikið um svona að kaupa sér dæmi. Þetta eru auðvitað dýr hljóðfæri og kosta alveg 100-200þúsund kall. En ég er bara 12 ára og það er ekki algengt að strákar á mínum aldri kaupi sér heilselló á þessum aldri, en ég er frekar stór og þarf eiginlega að kaupa mér. Finnst einhverjum sem veit mikið um selló hvort sé ráðlegra að bíða? Endilega segið ykkar skoðanir. :)<br><br><a href="http://kasmir.hugi.is/skossi"><b>Síðan mín</b></a