Fyrir 2 árum var ég að æfa á þverflautu. Mér fannst það alveg frábært og ég elskaði að æfa mig heima og í tímum. Kennarinn minn var líka mjög skemmtilegur , hann hét Jósef. Ég æfði með vinkonu minni sem er jafngömul mér. Það voru oft svona tónleikar og ég hún spiluðum saman og voða gaman. Það fylgdi því reyndar líka að við áttum að mæta í hljómsveit með trompetum, saxófónum, klarinettum og fleira. Það var líka rosa gaman. En svo var líka tónfræði. Tónfræði er það leiðinlegasta fag sem ég veit um. Kannski var það af því að ég skildi ekki neitt í henni. En það sem ég er viss um er að allir kennararnir mínir voru leiðinlegir. Einn grætti meira að segja vinkonu mína. Maður þurfti að ná 6,0 á prófi til þess að geta tekið næsta stig. Ég náði 6,6, semsagt rétt náði. Vinkona mín hinsvegar var 3 kommum undir mér. Þegar við mættum í tímana og vorum að bíða á biðstofunni þá reyndum við að fela okkur þegar kennarinn kom, svo mikil fannst okkur kvölin vera. Já, ég segi kvöl því kennarinn var alltaf að spyrja okkur útí eikkað sem við skildum ekki neitt í en allir hinir krakkarnir gátu. En tónfræði fylgdi með, svo við urðum að læra og læra undir þessi próf, hvað sem við gerðum ekkert virkaði. Annað sem ég vil segja ykkur frá er það að ég gat næstum ekkert annað gert í frítíma mínum nema að mæta á æfingar og æfa mig heima. Ég var á fullu alltaf. Svo kom að því að við hættum. Ég sakna þess mjög mikið að spila á þverflautuna! En veit einhver hvort að það sé einhver tónlistarskóli sem býður uppá bara tíma og hljómsveit, ekki tónfræði ?
En núna er bekkjarsystir mín ennþá að æfa á píanó, hún er sko búin að æfa mjög lengi. En hún er næstum aldrei laus. Alltaf !!!! Alltaf í tónlistaskólanum, og hún þarf meira að segja að taka strætó. En ég skil það samt nokkurn veginn, það er gaman að læra á hljóðfæri. Ég æfði í 2 ár, ég sé samt ekki það mikið eftir að hafa hætt…bara soldið !!
En jæja ekki meira í bili..
kk. punturis