Jæja, nú er ég búin að taka alltof langan tíma í að lesa þetta hjá ykkur. En…ég er hérna ung og veikburða stúlka, draumurinn að eignast gítar varð lokins að veruleika í sumar. Ég var eitthvað að skoða og mér leist EKKERT á gítarana í Gítarnum nema einn. Enda keypti ég hann líka. Það eru alveg til betri gítarar en þetta er fyrsti gítarinn minn og ég er ekki að leita að fullkomnun. Allavega, þá hafði ég ekki hvort eð er það mikinn pening. En mér fannst þetta allt í lagi þar. Þá sagði konan alveg: Já bara endilega prófaðu sem mest og eitthvað! Ég var bara mjög ánægð með það. En sem flautuleikari versla ég í Tónastöðinni. Það er mjög fínt. Þau hafa líka fínt úrval af nótum…Ég vona bara að einhver hafi lesið þetta, mér líður samt eins og asna, þið eruð allir eitthvað, gítarsnillingar og talið eins og þið vitið allt þannig ég vona að einhver þarna úti hugsi um það sem ég skrifa…
Ég hugsa samt að ég myndi ekki versla í Gítarnum ef ég ætlaði að gerast atvinnumaður. Þetta er bara uppá grín.
Kveðja Elle