Hæbb

Mig vantar smá hjálp. Ég er að tengja gítarinn við laptop-inn minn til að taka upp. Ég nota n-Track Studio og Amplitube fyrir effecta (DirectX plugin eða VST, styður bæði). Þetta virkar helvíti fínt ef ég set effectana á eftir að ég er búinn að taka upp. En ég vil geta spilað og heyrt það sem ég er að spila eins og það verður eftir upptöku. Það er takki í n-Track sem heitir Live og leyfir mér að gera þetta en ég fæ bara hrikalegt latency þannig að það verður nánast ómögulegt að halda takti. Get ég gert eitthvað í þessu? Ég er með laptop, amd 2400+, 512 mb minni og SIS 7012 hljóðkort. Já og einhverra hluta vegna get ég ekki notað WDM driver-ana sem eiga víst að gefa minna latency. n-Track segist ekki geta opnað hljóðkortið ef ég vel þá.