Ef þið eruð með míkrófón við tölvuna ykkar, eða getið tengt gítarinn við tölvuna getið þið náð í forrit sem heitir AP Guitar Tuner. Þetta er alveg stórsniðugt forrit sem er með öllum hugsanlegum stillingum. Þú bara velur einhverja stillingu úr lista, Drop-D eða Drop-C eða Open A eða hvað sem er og stillir svo gítarinn eftir því, slærð bara á strenginn og forritið sýnir hversu langt frá nótunni þú ert.

AP Guitar Tuner, endilega skoðið þetta, hefur reynst mér ótrúlega vel :)