Ég er í hljómsveit með tveimur vinum mínum og við höfum fengið að spila einu sinni.

En það er komið upp vadamál vegna mismunandi tónlistarsmekks.
Bjarki gítarleikari og Svenni trommari fíla aðallega Slipknot og AC/DC, en ég fíla aðallega Marilyn Manson og AC/DC (ég kynnti AC/DC fyrir þeim). En vandamálið er það að mér finnst Slipknot ekkert spes en Svenni hinsvegar hatar Marilyn Manson. Hann hreinlega getur ekki sætt sig við að ég fíli MM. Ég hef margoft reynt að draga uppúr Svenna af hverju hann hati MM en svörin eru alltaf eitthvað svona: “Hvernig er hægt að fíla mann sem lætur taka úr sér tvö rifbein til að geta tottað sig”. Svenni er svo þrjóskur að hann getur ekki skilið að allar þessar sögur eru búnar til af fólki sem er hrætt við MM vegna þess hvernig hann lítur út. Bjarka er hinsvegar alveg sama um að ég fíli MM.

Ég er í algjörri krísu vegna þess að ef að ég hætti í hljómsveitinni verða þeir ýkt sárir og vilja þá kannski ekki tala við mig. En á hinn bógin ef að ég held áfram þá skapast kannski enn meiri vandamál í sambandi við þetta.

Semsagt: “Should I stay or should I go.
If I stay there will be trouble.
If I go it will be double”



Ég vona innilega að þið getið hjálpað mér út úr þessari krísu og jafnvel bjargað hljómsveitinni minni.

Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.