Ég er að fara að kaupa mér nýjan gítar og hef hingað til bara spilað á byrjenda Appollo gítarinn minn (góður miðað við pening). En þessir gítarar eru bara svo dýrir hérna og ég var að skoða á netinu og þeir eru alveg miklu ódýrari úti en ef ég læt senda gítar hingað er sendingarkostnaðurinn ekki einhver slatti og er það ekki tómt vesen? En ég er að fara til London í sumar og veit einhver hvað gítarar kosta þar í samanburði við t.d USA og Ísland og ef ég kaupi gítar þar þarf ég nokkuð að borga tolla og eitthvað fleira drasl?