Við erum stödd á bar þar sem að Gunnar situr á spjalli við Barþjónin.
Barþjónninn segjir: “Sem barþjónn hef ég lært að þekkja fólk og áhugamál þeirra og ég skal veðja við þig að ég get hafið samræður við hvern sem er”.
Gunnar svaraði þá: Ekki sjens, það getur ekki verið að þú sért svona klár, ég slæ til.
Barþjónninn gengur að manni sem er klæddur í grá jakkaföt og spyr: “Hver er greindarvísitala þín ?” Maðurinn svarar: “152” Barþjónninn spyr hann þá “Hefurðu eitthvað verið að fylgjast með stöðu bréfanna í DeCode ?” og upp hefjast hrókasamræður.  Gunnar segjir þá: “Þetta sannar ekki neitt þetta er örruglega bara einn af fastagestunum.”  En barþjónninn gekk þá að manni klæddum svartri rúllukragapeysu sem að sat við barinn og spurði hann: “Hver er greindarvísitala þín ?” Maðurinn svaraði: “120.”
Barþjónninn spurði hann þá: “Hefurðu séð nýja BMW'inn ?” og upp hefjast svaka samræður um glæsikerrur.  Gunnar segjir: “Ég er ekki ennþá sannfærður, ef þú getur hafið saræður við næsta mann sem að kemur hérna inn þá skal ég trúa þér”.  Og í sömu svipan gengur inn lúðalegur maður í íþróttagalla frá 1973 og sest við barinn.  Barþjónninn gengur að honum og hann biður um bjór.  Þegar barjónninn er búinn að afhenda honum bjórinn spyr hann: “Hver er greindarvísitala þín ?” Maðurinn svarar “60” Barþjónninn spyr hann þá : “Hvaða tegund af trommukjuðum notarðu ?”<BR
                
              
              
              
               
        









