Ég mun verða með einkatíma í trommum í sumar. Fyrir byrjendur og trommara sem eru komnir upp í ca. 3-4 stig.

Er að stunda tónlistarnám erlendis núna og kem heim snemma í sumar og ætla að reyna að afla mér smá aukatekjum til þess að komast í ennþá meira nám seinna.

Ég hef spilað á trommur í 10 ár. Var kominn með 5. stig á íslandi, en hérna úti er ekki svona stigakerfi þannig að ég á erfitt með að segja ykkur hvað ég er kominn langt fyrir utan það að ég hef spilað í 10 ár.
Ég get kennt allar tónlistartegundir, jazz, funk, rokk, hardcore, metal… you name it..
Einbeiti mér að samhæfingu og tækni. (t.d. polyrithmic structures, skrítnar talningar, krossaða samhæfingu o.s.frv.)

Ég er ekki ákveðinn með verð en það væri alls ekki dýrt, geri þetta fyrst og fremst vegna þess að ég hef gaman af þessu. það verður líklegast 600 kall á tímann.

Ef þið hafið áhuga þá getið þið sent mér E-mail á o_arnalds@hotmail.com með upplýsingum um hvað þið eruð komin langt og hversu gömul, og hvar þið eigið heima.

Óli