Kæri lesandi/Tónlistarmaður.
Ég og félagi minn vorum að velta fyrir okkur afhverju er ekki hægt að finna hljóðkort með c.a. 8 rásum fyrir upptöku.
Við erum búnir að leita mikið og öll þessi hljóðkort taka bara upp eina rás í einu. Þetta er frekar leiðinnlegt að geta ekki tekið upp svona nema 1 hljóðfæri í einu og og jafnvel með trommurnar bara 1 trommu í einu.
Það næsta sem maður hefur komist er upptökutæki sem var 8 rása hjá hljóðfærahúsinu með stillingum og geislaskrifara og það var á heilar 200 þús…. Kræst!!!!!
Það eina sem þeir bjóða í dag er sound blaster live og eitthvað svoleiðis sem er rosa flott hljóðkort með effectum og læti en bara 1 upptökurás í einu. Ég veit að það er hægt að taka upp what u hear eða frá mixernum okkar inná kortið en þá er nátturulega ekki hægt að fullvinna þetta…. Hvað gerið þið í svona aðstæðum? eða eru þessi hljóðkort til sem ég er að leita að?
Með kveðju…