Nú er ég að fara að fjárfesta í heimastúdíói, í sumar líklegast, þegar ég er búinn að vinna. En málið er að ég veit voða voða lítið um þetta. Þess vegna vill ég spurja ykkur sem vitið eitthvað um þetta hvernig hljóðkort ég ætti að fá, samt ekki alltof dýrt, en helst með 6 XLR inputs.
Og hvar er þá best að kaupa kortin? Mig langar að fara að kaupa mér hljóðkort núna og geyma míkrafóna og svoleiðis þar til seinna.
Ég hef verið að skoða Aardvark Q10 hljóðkortin sem hafa 8 XLR input og það er sagt að maður þurfi ekki mixer, og þá er kannski jafn gott að kaupa það eins og ágætt kort og mixer, þ.e.a.s. örugglega sama verð, ekki satt?