Ég er búin að læra á þverflautu frá því ég var svona 8-9 ára og mér hefur alltaf fundist það alveg rosalega gaman… en… núna var ég að fá nýjan kennara og hún er alveg hroðalega leiðinleg :(
Ég fæ fáu að ráða og er alltaf með leiðinleg lög sem er hundleiðinlegt að spila, eða lög sem eru annað hvort of erfið eða alltof létt fyrir mig :(

Ég er mikið búin að hugsa um að hætta út af því að þetta hefur tekið alla ánægju af því að spila, fyrir nokkrum mánuðum vissi ég varla um neitt skemmtilegra en að spila.
Ég get ekki fengið annan kennara þar sem það er bara einn flautukennari í skólanum, ég hef líka hugsað um að fara í annan skóla en næsti skóli er frekar langt í burtu :(

EN ÉG TÍMI EKKI AÐ HÆTTA !!!

Með gamla kennaranum mínum var ég mjög mikið að spila með vinkonum mínum en ég hef ALDREI spilað með þeim eftir að þessi kennari kom :(

Og hún hrósar manni næstum aldrei ef eitthvað er gott og vel spilað en kemur svo með þvílíka skammaræðu ef ég ég æfði mig ekki nóg heima (er komin það langt að ég þarf að æfa mjög mikið heima). Hún tala þvílíkt niður til mans og manni líður ömurlega eftir að hafa verið í tíma, núna er flaututími eitt það leiðinlegasta sem ég geri í vikunni (það var einu sinni það skemmtiegasta)

Hvað mynduð þið gera ef þið væruð í mínum sporum? Ég er alveg ráðalaus :( Ég vil ekki hætta en ég vil heldur ekki halda áfram… og ég myndi lítið læra ef ég myndi hætta en bara spila sjálf…

HJÁLP !!!

Kv. Grímsla<br><br>
=================================================


Lífið er eins og dauðinn… bara styttra…