Ég er á þeim buxunum að fara að versla mér magnara, til að magna hávaðann úr Les Paul kópíunni minni og ég hef verið að skoða þessa minni magnara í búðunum. Þar sem að ég er frekar mikill sauður í þessum efnum ætla ég að leita til ykkar, gömlu hafranna til skrafs og ráðagerða.
Sá magnari sem mér líst hvað best á er Roland Cube 30. Sem er 30 watta magnari með innbyggðum effectum, nokkrar tegundir af óverdrævi og tíu tommu hátalara. Þessi gripur kostar 25 tús kall strgr í Rín. Svo er það næsta fyrir neðan 15 Watta tíkur bæði frá Orange og Marshall sem ég hef verið að skoða, báðir í kringum 18 þús, þeir hafa ekki effectana en að sjálfsögðu óverdrævið. Hefur einhver ykkar reynslu af þessum mögnurum? Nú eða eitthvað notað fyrirliggjandi á góðu verði?
Og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.