Ég er soldið forvitin að vita á hvaða hljóðfæri hafið þið lært á?
Ég hef lært á þrjú hljóðfæri, blokkflautu í þrjú ár held ég, þverflautu í eitt ár og píanó í tvö ár. En núna er ég ekki að læra á neitt því að mig langaði ekki lengur að læra á píanó og síðan gengu íþróttirnar bara fyrir!
Finnst ykkur ekki vont að læra á eitthvað hljóðfæri og æfa körfubolta eða handbolta? Því að maður fær stundum bolta á puttana og getur þar af leiðandi ekki spilað eins vel á hljóðfærið!