Sælt verið fólkið

Ég var að eitthvað að þvælast á eBay í dag og sá að hægt er að fá súper hjóðfærði fyrir merkilega lítinn pening.
Ég var að skoða gítara, alvöru græjunur fyrir kannski 300 dollara.
Hefur eitthvert ykkar keypt hljóðfæri á eBay, er það þorandi, maður er ekki alveg til í að kaupa t.d gítar og fá svo einhvern garm sem hljómar eins og blikkdós.

Vitið þið hvernig er að koma þessu hérna heim, í flestum tilfellum eru þetta notuð hljóðfæri svo líklega sleppur maður við tolla og slíkt eða hvað?

Þó að fæst þau hljóðfæri sem menn myndu panta séu mjög þung, er flutningskostnaðurinn ekki helv… hellingu?

Endilega leyfið mér að heyra ef þið þekkið þetta eitthvað.

kv.
Sario