Málið er það að mig dauðlangar að læra á gítar, vinur minn reyndi að kenna mér en það gekk ekki af því að ég er örfhent :(

Þarf ég ekki að vera með sér gítar til að spila? þar sem strengirnir snúa öfugt?

Svo var ég líka að hugsa hvort ég gæti þá nokkurn tíman tekið lagið í útilegum og svoleiðis nema að vera með gítarinn minn?

Svo var ég að spá í einu öðru, er ekki vesen að læra að lesa nóturnar útaf þessu? Kærastinn minn á gítar en það væri alltof mikið vesen að vera alltaf að snúa strengjunum við. Ég var að spá í að læra bara á gítar eins og ég sé rétthent en mér finnst bara svo rosalega óþægilegt að halda á gítarnum þannig og puttarnir á mér þvælast miklu meira fyrir.

Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?