Ég var bara að velta því fyrir mér að ég á 50þ króna gítar, lítinn magnara og einnhvern multi-effect og ég er fullkomlega ánægður með dótið mitt. En ég hef tekið eftir því að menn eru alltaf að böggast um hver á betra dót (hér á huga) Mér er allaveganna drullusama um hvort menn eiga 650þ kr fender eða gibson gítar (þótt það sé náttúrulega snilld) En hvort fynnst ykkur skipta meira máli, gítarinn eða að geta spilað eitthvað á gítarinn. Ég þekki nefnilega helling sem eiga ekkert smá flottan gítar en eru svo eins og hálvitar þegar þeir eru að playa á hann!!