Jæja þá er komið að því.Ég að ætla að læra á gítar.
Ég er buin að vera að skoða ymsar kennslu síður á netinu og mér finnst þetta vera svolítið flókið dæmi.Það er hinsvegar erfiðara að reyna að lesa þessi kennlsu efni á ensku þegar maður er að byrja í þessum bransa.Það er svolítið sem kallast ´FRET á ensku og ég var í rosalegum vandræðum að skilja hvað þeir meintu með því en svo komst ég af því að það er einfaldlega bara BAND ef ég man rétt.
Nú ég ætla að reyna að kaupa mér íslenska kennslubók og reyna læra þannig á gítar en ef þið hafið einhver önnur snildar ráð þá megið þið segja mér frá þeim.
Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að þetta verður svolítið erfitt en ég hef alltaf haft gott heyra fyrir tónlist.
Ég spilaði trompet er ég var yngri og ég náði strax að blása í það í fyrstu tilraun og náði ágætlega langt i þeirri tónlist en ég asnaðist til þess að gefast upp á því eftir 9 ár.
En nú langar mig að reyna við gítarinn og það er vonlaust að fara í skóla og læra á það vegna þess að það er svo rosalega dyrt að fara í tónlistarskóla.

Ef þið hafið einhverja góð brögð vinsamlegast deilið þeim með mér.

WISH ME LUCK.
KV