Didgeridoo Sælt fólk. mig langar að vekja athygli á alveg mögnuðu hljóðfæri sem heiti Didgeridoo á okkar tungumáli. Þetta hljóðfæri er að mér skilst nokkurra þúsunda ára gamalt og voru það frumbyggjar í Ástralíu sem spiluðu á þetta. Þeir fóru út í skóg og náðu sér í holan við sem termítar höfðu étið sig í gegnum. Svo settu þeir bývax á annan endann á viðnum og blésu þar í gegn. Með þessu hljóðfæri getur maður gert alls kyns óhljóð sem eru geðveikt flott. Betra er að læra “hringöndun” til að blása í þetta en þrátt fyrir að maður kunni ekki hringöndunina getur maður samt spilað á hljóðfærið. Við gerum þetta hljóðfæri með því að taka eina grein (70cm langa - 1,3 m; fer eftir því hvað maður vill) og sögum í tvennt. Svo holar maður sinn hvorn helminginn og passar að hafa hliðarnar ekki of þunnar. Svo pússar maður inní og á hliðunum sem maður ætlar að líma saman. Límir saman með trélími. Heflar utan á viðnum, og pússar. Eftir þetta væri gott að fylla upp í skorurnar með fínu sagi og lími, þegar því er lokið er mjög sniðugt að skreyta hljóðfærið með td. frumbyggjaskraut; punktamunstur, myndir af dýrum eða einhverju slíku.. Ég þakka fyrir mig!