Magnaður Andskoti ..er nafn á félagsskap magnaravarða, sem eru að vinna að hönnun og smíði íslensks lampamagnara fyrir rafmagnsgítara. Hér er um að ræða magnaðan grip, alveg hreint magnaðan andskota.

Hægt er að berja gripinn augum og sjá viðtal við Þröst I. Víðisson rafeindavirkja, frumkvöðul og Yfirmagnaravörð hjá Mögnuðum Andskotum á

ÍNN í kvöld kl. 21:00 í þættinum FRUMKVÖÐLAR.

Í þættinum kemur einnig fram hinn snjalli gítarleikari Gummi Pé. Hann prófar þar nýja lampamagnarann og gefur honum einkunn að hætti hússins.

Þátturinn verður síðan endursýndur á 2ja tíma fresti til og með kl. 17. næsta dag þ.e. þ. 2. febrúar n.k.