Halló!

Mig vantar núna aðstoð einhvers snillings! Málið er það að mér finnst gaman að semja tónlist og hef gert það lengi lengi. Þegar ég var yngri notaðist ég við píanóið mitt og eldgamalt Hamond orgel. Lögin hef ég bara tekið upp með því að nota gamlan ghettoblaster, stilt honum fyrir framan píanóið eða orgelið og byrjað að spila og syngja. eins og þið getið ímyndað ykkur eru upptökurnar HRÆÐILEGAR.

Nú, það sem ég vildi spyrja er það hvort einhver getur bent mér á einhverja sniðuga græju-sem er ÓDÝR!!!-með bara litlu hljómborði, míkrófón og upptökutæki, þannig að það myndast ágætis sound og ég geti gert litlar demó upptökur. Ég veit ekki einu sinni hvort eitthvað svona er til eða ekki.

og hvað segið þið þá????