Hljómsveitir athugið! Einn stærsti tónlistarviðburður Akureyrar!

“Besti byrjandinn”
AIM Festival og Ungmenna-Húsið í Rósenborg kynna hljómsveitakeppnina “Besti byrjandinn” þann 21. maí kl 20.00.
Keppnin fer fram í Ungmenna-Húsinu Rósenborg.
Sigurvegarinn fær að koma fram á AIM festival og spila þar með ekki ómerkari böndum en Hjálmum, Retro Stefsson, Megasi og Senuþjófunum ásamt því að fá tíma til upptöku á lagi í Ungmenna-Húsinu með hljóðmanni.

Dómarar verða þau Ólafur Páll Gunnarsson (Rokkland Rás 2), Margrét Buhl (myndlistakona) og Baldvin Esra Einarsson (Kimi records). Kynnir er Pálmi Gunnarsson.

Tilvalið tækifæri til að koma sér og sinni tónlist á framfæri fyrir Akureyringa og helstu tónlistarspegúlanta landsins!

Nánari upplýsingar birtast á næstu dögum á www.husid.net

Tónlistarmenn og hljómsveitir skrá sig í Húsinu í síma 460-1240 eða á husid@akureyri.is
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF