Sælir hugarar, langaði að setja saman nokkra puntka, sem ég mæli með að allar hljómsveitir sem eru að fara að spila á tónleikum.

Meirihluti punktanna kemur frá reynslu minni sem hljóðmaður og ljósamaður (riggaði oftast upp með hljóðmanninum)

Þetta eru svosem allt hlutir sem að eru flestum algjörlega sjálfsagðir.. en samt virðist nú oft vera að svo sé ekki.


Í allra fyrsta lagi… STILLIÐ HLJÓÐFÆRIN ÁÐUR EN FARIÐ ER Á SVIÐ!!!
Það er ekkert meira lame en að sjá hljómsveit koma sér fyrir á sviðinu og byrja framkomu sína á að láta áhorfendurna bíða meðan verið er að stilla… Er eitthvað því til fyrirstöðu að gera það baksviðs ?
Persónulega stilli ég oftast þegar ég mæti á staðinn, renn yfir bassann áður en ég fer í sándtékk, og svo aftur áður en eg fer á svið… Vildi svo sannarlega að fleiri tækju sér það til fyrirmyndar.
Ef hljóðfærið heldur illa stillingu, eða skipta þarf um tuning á milli laga, reynið þá í guðana bænum að stilla mutað (með stage-tuner sem að mutar signalið í magnarann, eða færa snúruna til) og látið söngvarann segja brandara á meðan.

Ef einhver meðlimur er að reyna að tala við áhorfendur, reynið þá að hemja ykkur í að spila.. Persónulega vill ég oftast heyra það sem fólk hefur að segja, og það bara er ekki hægt ef það er gítarsarg undir.
Ef að pedalar/distortion rásin á magnaranum suðar mikið.. slökkvið þá á henni á milli laga.

Reynið að hafa volume-mismuninn milli clean og distortion rásanna sem minnstann. (Hef tekið soltið eftir því hjá gítarleikurum sem eiga kraftlitla magnara að þeir nota distortion pedalinn til að keyra upp volumeið á æfingum.. það á oftast ekki við á tónleikum…

Ef þið fáið sándtékk.. mætið á réttum tíma. Þó svo að sándtékkið dragist kanski örlítið þá hjálpar það alls ekki ef allir meðlimir eru ekki á staðnum (auðvitað skiljanlegt ef einhver þurfti að vera í vinnunni)

Ef að þín hljómsveit kemur með græjur (magnara, trommusett, mónitora, míkrafóna eða eitthvað) reynið að díla við hljóðmanninn um hvenær hann vill fá það. Hef lent í því að vera hljóðmaður á tónleikum þar sem bandið mætti klukkutíma fyrir gigg með allar græjurnar (tónleikarnir byrjuðu kl 8, bað þá um að koma 5)

Ef að þið fáið sándtékk, er alls ekki vitlaust að fá blað og penna og skrifa niður magnarastillingarnar ykkar, það er mjög líklegt að einhver komi til með að fikta í magnararnum á milli þess sem þið sándtékkið og farið á svið (nema ef þið eruð síðasta band í sándtékki og fyrsta band á svið) (sími með myndavél gæti svosem dugað)

Eðlilegt er að fyrsta band á sviði sé síðasta band í sándtékki (til að koma í veg fyrir óþarfa rót á sviðinu, ef einhver var ekki viss).
Trommarar.. ekki eyða miklum tíma í að stilla upp trommusettinu í sándtékkinu, því að næsti trommari mun líklega breyta því. Þó að þú notir bara 2 toms, ekki vera að hafa fyrir því að taka þriðja tomminn burt fyrir sándtékk.. hafðu ridinn bara aðeins ofar.

Látið örvhenta trommarann vera fyrstann eða síðastann á sviði :P !

Til að flýta fyrir þegar hljómsveit er að koma sér á og af sviðinu er ágætt að ákveða nokkurnvegin hlutverk meðlima.
t.d. Trommarinn og söngvarinn fara í að stilla upp trommusettinu, meðan gítar og bassaleikarar koma sér fyrir (þeir geta svo hjálpað trommaranum þegar þeir eru búnir með sitt)

Hafið samráð með hljóðmanni um hljóðstyrk í mögnurum (of lítill hljóðstyrkur veldur því að hljóðmaðurinn þarf að gaina micinn mikið, sem eykur líkur á feedbacki, og mikill hljóðstyrkur getur valdið því að hljóðmaðurinn hefur ekki lengur stjórn á hljóðstyrk fram í sal.. sem er jú einmitt hans verk, en ekki verk lead-gítarleikarans.

Varðandi mónitorsánd…. Þegar ég er að mónitora þá nota ég oftast mottóið “þú færð ekkert nema þú biður um það”. Byrja með ekkert í mónitor og bæti við eftir óskum. (þó að 4-5 bönd hafi misjafnar mónitorkröfur, og oft þarf að mætast nokkurnvegin á miðri leið)

Vill líka benda á að hljómenn gera ekki vont sánd gott.. Ef gítarsándið sem kemur úr magnaranum er lélegt.. mun það aldrei nokkurtíman koma vel út í sal.
Sama með trommur.. Illa stilltar trommur munu hljóma illa (sem er ástæðan fyrir því að fólk fann upp triggera ;P)
svo.. ekki mæta með lélegar græjur, og nöldra svo í hljóðmanninum yfir vondu sándi !!


Man ekki fleiru í augnablikinu, en endilega bætið við ef einhverjum finnst ég vera að gleyma einhverju.

Með von um að við hjálpumst nú allir að að gera allt fljótlegra og láta allt sánda betur, Árni F. Sigurðsson. Hljóðmaður í Húsinu á Akureyri
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF