Nú þar sem ég er í tónlistarskóla fæ ég tónfræði eins og flestir sem ganga í tónlistarskóla.
Það sem mig langar að segja um tónfræði er að mér finnst hún ekki nýtast mér eins og ég vill það - Ég vill getað náttúrulega samið lög í réttum tóntegundum og allt það og vitað það allt og hef ég lært allt það sem mig hefur langað að læra og er ég kominn upp í 6 eða 7 bekk (Man þetta aldrei) í tónfræði og staddur í bókinni “Tónfræði - Seinni hluti”
Það sem mér finnst ekkert koma að gagni eru t.d. það sem ég er að læra um núna Dórískur tónstigi, frýgískur tónstigi, lýdískur tónstigi og mixólýdískur tónstigi og er þetta allt kallað sama nafninu - Kirkjutóntegundir.
Mér finnst þetta eitthvað sem er alveg langt frá því það sem mér finnst ég þurfa að læra til þess að geta samið tónverk eða einhvað þvíumlíkt.

Jæja, sýnið nú ykkar álit á þessu þið sem eruð í tónfræði..

Kv. Keyze