Sælir hugarar, ég er búinn að vera í síðustu viku að leita mér af Bassa-standi sem tekur ekki mikið pláss og getur haldið nokkrum bössum í einu.
Ég fór í allar verslanir og svipaðist um eftir þessu en ekkert sem mér leist á, svo að ég ákvað að smíða eftir mínum þörfum. Ég hugsaði með mér úr hverju ég ætti að gera þetta og ákvað að hafa þetta úr PVC plast rörum (Eins tommu þykkar)

Leyniverkfærið sem er held ég must að nota er:
http://img206.imageshack.us/my.php?image=dsc00266ef2.jpg

Ég verslaði við Vatnsvirkjan Ehf sem er staddur í “rauðu götu” í kópavogi. Ég fékk þar 6m af PVC rörum og svo fékk ég mér 10 T bita (millistykki), 6 Hné (beygjur) og 8 Tappa. Lím og hreinsi
Samtals kostnaður var rétt um 10þús kr. (meira en ég hélt, en standurinn sem ég hafði í huga (rockstand by warwick 5) kostaði eitthvað yfir það svo að ég var sáttur)

Ég kom svo heim og fín pússaði teiknunguna mína og hugsaði betur hvaða lengdir ég vildi hafa á þessu. Ég notaði járnsög til að saga plastið niður í þær lengdir sem ég þurfti.

Ég byrja á því að skera allt niður, og púsla því saman allveg eins og það á að vera. Svo tók ég þær í sundur og merkti allar pípurnar hvar þær ættu að vera ( A og B hlið og C efst uppi, svo ég myndi ekki lendi í neinum vafa um þegar ég færi að líma þetta saman.

Hérna koma nokkrar myndir meðan ég var að vinna í þessu.

http://img299.imageshack.us/my.php?image=dsc00265ht9.jpg

http://img185.imageshack.us/my.php?image=dsc00269yb4.jpg

http://img185.imageshack.us/my.php?image=dsc00272iw8.jpg

Ég á eftir að setja Foam tubes yfir svona stangirnar niðri þar sem bassarnir renna alltaf til… en ég á eftir að finna hvar ég fæ það og hafði ekki tíma í að fara því flestar búðir eru lokaðar eftir klukkan 6 um helgar, svo að ég vinn úr því eftir helgi.

Foam tubes: http://www.gripworks.com/images/lg-foam-tubing-grips.jpg

Endilega ef þið hafið einhverjar spurningar eða hafið áhuga að smíða svona sjálf þá er ég tilbúinn að svara öllum spurningum.