Sælir hugarar.

Ég hef tekið eftir því að stundum koma korkar frá hugurum hér á hljóðfæri, sem lýsa veseni með það að geta ekki stillt gítarinn almennilega td ; “gítarinn minn er réttur efst á hálsinum en í allgeru rugli neðst”,“strengirnir eru svo langt eða stutt frá hálsinum að það böggar mig”, “strengirnir buzza allveg rosalega á miðjum hálsinum”, “er gítarinn minn ónýtur?”.

Ég lenti oft í þessum vandamálum þegar ég var peyji og meira að segja lét gítara frá mér í þeirri trú að ég væri bara með drasl í höndunum og ekkert væri hægt að gera.

Þetta voru all saman vandamál sem auðvelt var og er að laga en ég bara vissi ekki betur.

Þegar ég uppgvötvaði hvernig á að stilla gítar innbyrðis (intonation) og hvernig á að laga actionið opnaðist allveg nýr heimur fyrir mér sem breytti minni sýn á það, til frambúðar, hvernig á að viðhalda og stilla hljóðfærið, sem ég var með í höndunum, að mínum persónulegu þörfum.

ÞETTA ER ALLS EKKI EINS FLÓKIN FRÆÐI OG ÉG HÉLT ALLTAF. Einmitt þetta kom mér svo á óvart. Ég nefnilega þorði alldrei að snerta neinu einustu skrúfu á gítarnum því að ég hélt alltaf að ég myndi eyðileggja eitthvað.

Með þessari grein ætla ég að reyna eftir bestu getu að lýsa því hvernig á að;
STILLA GÍTAR INNBYRÐIS
STILLA ACTIONIÐ
RÉTTA HÁLSINN

ÞETTA ERU HLUTIR SEM ALLIR (OG ÞÚ) GETA GERT MEÐ SMÁ VITNESKJU Í FARTESKINU OG DASH AF ÞOLINMÆÐI.

Við skulum byrja á að finna actionið á gítarnum (fjarlægðin á milli strengja og háls). Betra er að byrja á því á undan innbyrðisstyllingunni.

Segjum sem svo að þú ert með Gibson style brú (bridge). Þá eru tvær stillanlegar skífur undir brúnni sem ákveða hæðina á brúnni. Ef actionið er of hátt þá lækkaru brúnna og svo öfugt ef actionið er of lágt. Flestir vilja frekar lágt action en það getur verið doldið tricky að ná því góðu.

Ef brúin á gítarnum þínum er með söðla sem hægt er að hækka og lækka hvern fyrir sig, skaltu reyna að stilla þá þannig að strengirnir fylgi radíusnum á hálsinum nokkurn veginn, eða í öðrum orðum, horfðu upp hálsinn frá boddíinu og reyndu að láta strengjahæðina fylgja boganum sem er á hálsinum.

Ok,lækkaðu brúnna í þá stöðu þar sem actionið er þægilegt að þínu mati. Þarna getur eitt vandamál skotið upp kollinum. Strengirnir eru farnir að buzza á sumum stöðum. Ef þú getur ekki losnað við buzzið með því að hafa actionið þægilegt, þá þurfum við að líta á hálsinn. Það gæti verið að hann sé ekki réttur.
Til að sjá hvort hálsinn sé beinn eða boginn skaltu halda á gítarnum þannig að þú horfir niður hálsinn frá hausnum að boddíinu.(passaðu þig að hafa gítarinn alltaf rétt stilltann eftir hverja breytingu sem þú gerir, tensionið eða jafnvægið á spennu, milli strengja og háls er aðal atriðið í þessari eðlisfræði)
Ef Hálsinn bognar fram er hálsinn of slakur og strengirnir eru hirða alla spennuna, eða eru að vinna “sjómanninn”:).
Ef hálsinn bognar aftur er hálsinn yfirspentur og er að hirða spennuna af strengjunum.
Markmiðið hér er að finna hið fullkomna jafnvægi á milli strengja og háls.

Þetta tæklum við með því að stilla hálsinn sjálfann.
inn í flestum ef ekki öllum hálsum er svokallað trussrod sem er stillanleg málmstöng sem lyggur undir endilöngu fingraborðinu sem ákvarðar spennu hálsins.
Yfirleitt er aðgengi að trussrodinu að finna á headstockinu og er oft falið undir lítilli plast eða málmplötu.(á sumum gítörum er aðgengið að trussroddinu á hinum enda hálsins sem krefst þess að hálsinn sé tekinn af, en við förum ekki út í það hér).
Nú þarftu að finna þér sexkant (yfirleitt) sem passar í aðgengið. þessir sexkantar fylgja oft með nýjum gítörum.

NÚNA MÁ EKKI VERA OF HARÐHENTUR EÐA ÓÞOLINMÓÐUR ANNARS GÆTIRU SKEMMT HÁLSINN.

En ekki vera hræddur við það, bara að vanda sig aðeins.

Ok, skellum okkur í þetta. Fyrst skaltu losa aðeins um strengina þannig að þeir verð doldið floppy.
því næst skulum við rétta eða slaka á hálsinum.
Hér gildir reglan;

TIL ÞESS AÐ RÉTTA HÁLSINN AFTUR Á BAK SKAL SNÚA SEXKANTINUM RÉTTSÆLIS EINS OG KLUKKA GENGUR.

TIL ÞESS AÐ SLAKA HÁLSINUM FRAM Á VIÐ SKAL SNÚA RANGSÆLIS.

PASSAÐU ÞIG AÐ ALLS EKKI SNÚA OF MIKIÐ!!!.

TIL AÐ BYRJA MEÐ SKALTU AÐEINS SNÚA SEXKANTINUM 1/4 EÐA 1/3 AF HEILUM HRING.

prufaðu núna að stilla gítarinn nokkurnveginn réttann og tékkaðu hvort buzzið sé farið.
Ef ekki, skaltu slaka á strengjunum og endurtaka ferlið með 1/4 úr hring.

Þetta getur tekið smá tíma að finna rétta jafnvægið á milli strengjanna og hálsins. Kíktu líka alltaf niður hálsinn eftir hvern snúning til að sjá hvernig hálsinn er orðinn.
Takmarkið er að hafa hálsinn næstum því þráðbeinann.
Best er að láta hálsinn halla píííííííííííínkulítið fram á við (brot úr millimetra spursmál).
Eflaust þarftu að fínstilla hæðina á bridge-inu eða söðlunum einhverstaðar í þessu ferli.

OKÍDÓKÍ, nú erum við komnir með réttann háls og action sem við fílum. En það þýðir ekki að gítarinn sé endilega réttur upp allan hálsinn.
Þetta þýðir að við þurfum að stilla kvikindið innbyrðis

ok, lets go!

STILLA GÍTAR/BASSA INNBYRÐIS (INTONATION):
Ef gítarinn þinn er ekki falskur á vinnukonugripa svæðinu, en allger horror þegar þú ert kominn ofar á hálsinum, þá er hann innbyrðis falskur.
Það sem þú þarft til að redda þessu er:
NÁKVÆMUR TUNER (boss tu-2 dugaði mér heillengi en mér fannst þá betra að setja hann á strob mode).
Skrúfjárn eða sexkant sem passar í skrúfuna sem hreyfir söðulinn (saddle) í brúnni (bridge) fram og til baka.

Við skulum byrja á því að skella glænýjum strengjum í gítarinn. Þannig náum við honum sem réttast, því ef að strengirnir eru drullugir, ná þeir ekki að sveiflast eðlilega og þá verður niðurstaðan ekki eins nákvæm.

Stilltu gítarinn réttann og náðu mesta slakanum úr strengjunum með því að toga LÉTT í strengina eftir hverja stillingu.
þetta þarftu örugglega að endurtaka svona 3-5 sinnum, fer bara eftir strengjunum.
Þegar strengirnir eru að fara halda þokkalegri tjúningu skulum við skella okkur í innbyrðis-tjúninga-fjörið.

Stilltu hann eins réttan og hægt er. Að því loknu skaltu vanda þig að stilla E-strenginn eins nákvæmt og þú getur.
Þegar E tónninn er allveg stöðugur skaltu slá E tónin á 12 BANDI.
ef E-inn á 12 bandi er falskur, þurfum við að stilla söðulinn á brúnni fram eða aftur.

Ég hef haft það sem reglu að muna, að þegar nálin eða ljósin á tunernum leita til hægri,tónninn of hár, þá þarf söðullinn að fara til hægri líka, eða aftur réttara sagt, fjær pickuppunum.

Til að færa söðulinn aftur skrúfaru sexkantinum eða skrújárninu RÉTTSÆLIS.

Og svo þegar tónninn er of lár, semsagt nálin á tunernum leitar til vinstri, þá þarf söðullinn að fara til vinstri líka, í átt að pickuppunum.

skrúfa RANGSÆLIS.

Þarna erum við aftur komnir í að finna hið rétta jafnvægi nema í þetta skipti erum við að tala um lengd strengsins frá söðlinum að 12 bandi og svo frá 12 bandi að nuttinu (þessu hvíta sem srengirnir lyggja í við hausinn)

Þegar þú slærð lausann E-strenginn og svo E á 12 bandi og báðir tónarnir sýna hreinann E á tunernum, er sá strengur innbyrðis réttur.

Það held ég nú. Nú skaltu endurtaka þennann process með alla hina strengina og mundu alltaf að stilla allan gítarinn réttann áður en þú snýrð þér að næsta streng.


Ef þú vandar til þessa verks ættiru að vera kominn með miklu betra, þægilegra og skemmtilegra hljóðfæri í hendurnar.

Þegar þú ert kominn upp á lag með þessa tækni, getur þú umturnað næstum hvað dótarís gítar, í gítar sem er þægilegt að spila á og er réttur hvar sem þú ert að dúlla þér á hálsinum.


Leiðbeiningarnar hér að ofan virka eins á bassa og kassagítara.

Með kassagítara getur maður oftast ekki stillt intonationið via the bridge, en það lagast yfir leitt þegar maður réttir hálsinn aftur þannig að strengirnir leggjast aðeins niður. Sama reglan gildir þar að passa að ofgera ekki með því að snúa trussroddinu of mikið í einu.Ég vona að þessi grein hafi verið hjálpleg og fræðandi fyrir einhverja, því að það er skemmtilegra að geta gert þetta sjálfur heldur en að þurfa að borga einhverjum Dúdda út í bæ, einhverja þúsundkalla fyrir eitthvað sem maður getur gert sjálfur;)

kveðja
Gunni Waage


Ps: Endilega bætið við þessar upplýsingar eða leiðréttið mig, þar sem á við;)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~