Ókei, stundum kaupum við hluti sem virðast vera góð hugmynd akkúrat þá og þá stundina en reynast svo vera algjör óþarfi eða jafnvel tómt helvítis rugl, hér kemur skítalistinn minn og endilega fylgið þessum þræði eftir með sögum af mesta hljóðfærakauparugli sem þið hafið gert.

Í engri sérstakri röð:

1. Heil Talk Box
Keypti þetta helvíti árið 1991, hélt að þetta væri græjan bak við gítarsándið á því sem var þá uppáhaldsplatan mín, kannski var þetta græjan en ég gat aldrei fattað hvernig ætti að nota þetta drasl, ég gaf einhverjum þessa græju 3 árum seinna.

2. Yamaha Chorus pedali
Ég átti einusinni Boss Chorus Ensemble (gamla hlunkinn sem tengdist beint í 220 volt) það var rosalegur pedali, seldi hann en sá eftir því og ákvað að fá mér annann chorus í staðinn og keypti þennann djöful, þegar maður setti pedalann í samband þá hvarf botninn úr gítarsándinu og þegar maður kveikti á pedalanum kom svona suð eins og heyrist þegar brim brotnar á klettum langt í burtu, ég henti þessum pedala í ruslið.

3. Nafnlaus gulur headfónamagnari sem ég keypti í Gítarnum. Ef þið hafið lent í því að tannlæknir byrjar að bora í tönn á ykkur áður en deyfingin er farin að virka þá skulið þið setja samasemmerki á milli þeirrar reynslu og þess að spila á gítar í headfóna í gegnum þetta helvíti, fimm mínútur á lágum styrk var nóg til að kalla fram öskrandi hausverk sem entist í marga klukkutíma, ég vildi að ég hefði ekki hent honum, ég er viss um að það væri hægt að nota þetta sem pyntingartól eða til að dreifa mótmælandi trukkabílstjórum.

4. Alesis Air-FX. Þetta er effektabox þar sem maður stýrir effektnum með því að veifa hendi yfir hringlaga disk, ekki ósvipuð pæling og með Korg Kaosspad nema að þetta tæki virkar semsagt ekki.
Vandamálin með þessa græju voru að í fyrsta lagi voru ekki jack snúru tengi á henni heldur svona tengi eins og eru aftan á stereógræjum og svo þurfti hljóðmerkið sem fór inn í tækið að vera mjög stöðugt og á ákveðnum styrkleika svo draslið virkaði, þessu dóti var stolið frá mér og ég virkilega vorkenni þjófnum.

5. Hagström Harmonikka. Ég er búinn að reyna og reyna en ég get barasta alls ekki notað þetta hljóðfæri.

6. Roland CR78 trommuheili. Trommuheili í trékassa sem er á stærð við litlu Coca Cola ísskápana sem var hægt að kaupa fyrir nokkrum árum, trommusándin voru eins og í eldgömlu stofuorgeli og maður “forritar” trommuheilann með því að lemja út taktinn á svarta plastdollu sem festist með snúru í trékassann, þetta færi á helling á ebay ef ég ætti þetta ennþá en ég seldi frænda mínum þetta apparatr fyrir klink og sá ekkert eftir því.

7. Yamaha SG eitthvað rafmagnsgítar. Yamaha framleiddu rosalega fína rafmagnsgítara sem hétu SG 2000 að mig minnir, þessi var kannski, öh, SG 100 eða álíka, búkurinn var úr harðplasti og var holur að innann, það var hægt að klemma búkinn saman þannig að framhlið og bakhlið mættust (aðeins þykkara plast heldur en í málningarfötu en ekki mikið þykkara þó) Það var ekkert gott við þennann gítar, ég gaf vini mínum hann og hann seldi einhverjum bjána gítarinn og sá bjáni málaði sebraskinnsmunstur á gítarinn..

Ókei, Þetta er það helsta sem ég man eftir af skítakaupalistanum mínum í augnablikinu, hver eru mestu crap hljóðfærakaupin ykkar?
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.