Jæja hér ætlaði ég að skrifa smá grein um mitt aðalhljóðfæri. Þegar ég var yngri þá lærði ég í mörg ár á piano og hafði gaman af og sé ekki eftir því í dag. Á að sjálfsögðu venjulegt piano en það hefur svona fallið aðeins í skuggann á því sem ég er farin að nota aðalega núna. Það var í Maí í fyrra sem mig langaði mikið til þess að fá mér hljómborð eftir að hafa aðeins átt Casio hljómborð í ódýrari kanntinum þá fannst mér vel vera kominn tímin á það að fá mér eitthvað alvöru. Ég fór niður í hljóðfærahús og skoðaði þar úrvalið lengi og vel og prufaði sennilega öll hljómborðin sem þar voru.
En það var svo ekki fyrr en ég settist við hljómborð sem heitir Yamaha Tyros 2 sem hjartað hreinlega tók kipp. Þetta borð var fullkomið í alla staði og soundið ekkert lítið flott. Það sem heillaði mig einna helst líka var að þetta hljómborð bíður uppá internettengingu þar sem maður getur tengst nokkurskonar Yamaha media center og hreinlega downloadað nýjum tónum og undirspilum og öllu því sem maður vill. Ekki nóg með það heldur var möguleiki að kaupa harðadisk til að skella í hljómborðið og það hef ég gert núna og þetta er bara svona laptop harðidiskur og maður gat bara valið hvaða stærð maður vildi, þennan disk keypti ég bara í næstu tölvubúð en Yamaha hefur gefið út að hljómborðið hafi ekki verið prófað almennilega með stærri disk en 100gb þannig ég ákvað bara að fá mér 80gb harðadisk í hljómborðið til þess að vera svona með það sem væri alveg öruggt að myndi virkar vel. Og viti menn þetta virkar að sjálfsögðu eins og í sögu.
Allt sem maður spilar á Tyrosinn getur maður tekið upp. Hvort sem maður er að spila með undirspili eða án. Eftir að maður hefur tekið upp getur maður svo bara plöggað sínum USB flash lykli í USB potið sem er framaná hljómborðinu og fært lagið sem maður var að taka upp yfir á USB lykilinn, eða þá bara haft lagið áfram á harðadisknum í Tyrosnum eins lengi og maður vill. Lagið er að sjálfsögðu í alveg í mestu mögulegu gæðum (wav fæll sem er 2111kbps) þannig að maður er að fá alveg fullkomna upptöku án alls suðs og truflana.
Svo getur maður bara skellt laginu í Apple vélina eða PC vélina (Apple í mínu tilfelli) og sett það inní Pro Tools og látið einhvern syngja lagið sjálft. Einnig er í boði að tengja hljóðnema beint við hljómborðið þannig maður gæti ef maður vildi sungið með laginu um leið og maður spilar það Tyrosinn tekur að sjálfsögðu sönginn manns upp um leið ef maður vill þann möguleika. Ég hef samt aldrei sungið með laginu gegnum tyrosinn. Vill frekar setja lagið inní Pro Tools eða Logic studio og taka upp sönginn eftirá, en hinn möguleikinn að taka hann upp gegnum tyrosinn er að sjálfsögðu alltaf til staðar. Ef maður vill ekki taka upp og fá upptökuna í wav file þá er að sjálfsögðu hægt að taka upp inná tölvu með Midi tengjunum og það hef ég líka mikið notað. Fer bara eftir því hvaða lag ég er að taka upp hvort ég taki upp í tyrosnum sjálfum eða noti midi.
Ég er amk í góðum málum með Yamaha Tyros 2, Apple borðtölvu, Logic Studio 8, Pro Tools 7.4. Get gert alla mína tónlist einn án þess endilega að vera í hljómsveit.

Verð í hljóðfærahúsinu:
Hljómborðið kostar 299.000 kr
En aukahlutir sem ég keypti með voru official utanaáliggjandi hátalararnir og subwoofer er þar inni líka og svo keypti ég orginal stadífið undir hljómborðið.. þannig ég borgaði 340.000 fyrir þetta í heildina. Peningur sem ég sé sko alls ekki eftir miðað við hvað ég fékk í staðinn.. Eitt sem mörgum finnst vera galli er að það eru ekki innbyggðir hátalarar í hljómborðinu. Maður verður að vera með þá utanáliggjandi…

En ég mæli hiklaust með Yamaha Tyros 2 hljómborðinu fyrir alla sem spila á hljómborð. Þetta er dásamleg græja..

Ef einhverjir hljómborðsleikarar eiga svona græju eða eru að hugsa um að fá sér svona þá er öllum frjálst að senda mér pm með spurningum um þetta eða þá bara spyrja hér í greininni. Vona að ég hafi ekki gleymt neinu miklu í greininni. Og vona að ég hafi getað gefið einhverja innsýn í þessa frábæru græju.
Cinemeccanica