Að undanverðu hef ég verið að vafra á netinu eftir hugmyndum að gítar því ég hef ákveðið að ég ætla að reyna að smíða gítar drauma minna.Svo vildi til að fann gítar drauma minna á síðu sem á einmitt tengil hér og er þetta ein skemmtilegasta gítarsíða sem ég hef farið inn á og kvet ég alla ofurhuga sem hafa áhuga á fallegum stregjuðum hljóðfærum gítörum sem og bössum að kíkja, slóðin er www.edromanguitars.com.
Gítarinn sem er frá fyrirtæki sem heitir Chrysalis og er fallegur,sniðugur og aftur fallegur gítar svo lítið sé sagt.Gítarinn kemst fyrir í óvenjulítill tösku réttara sagt 53 cm x 36 cm x 13 cm sem leiðir okkur að þeirri spurningu “hvers konar gítar er þetta” þeirri spurningu svörum við með :rafmagnsgítar sem hægt er að taka í sundur þ.e. hálsinn er í einum bút hausinn í einum búkurinn settur saman úr tveimur hlutum og brúin og hausinn er saman í einum bút ásamt strengjunum.
Það tekur rétt um 30 sekúndur að setja saman rafmagnsgítarinn og er hann þá rétt stiltur undir venjulegum kringumstæðum.Geta má þess að það er líka til acoustic gítar af þessarri gerð en sú gerð er ekki með pickup en rafmagnsgítarinn er með það.
Höfundurinn að þessum gítar er kominn með patent á hann sökum þess að hann eyddi talsverðum tíma í að hanna hann og byggja í núverandi mynd.Ég held að sá árafjöldi hafi verið kringum 25 ár.Með þessarri grein ætti að vera mynd en geta má þess að hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um þennan gítar á heimasíðu chrysalis sem er www.crysalisguitars.com.

Takk fyrir að lesa þessa grein :)
Lifi funk-listinn