Dýr klaufaskapur Ég á það til að vera klaufi stundum, en á síðastliðnu laugardagskvöldi (8.mars) toppaði ég allt, með klaufaskap sem gæti kostað mig tæpa hálfa milljón.

Sagan hljómar þannig: Ég var í strætó á leið 33 frá Firðinum í Hafnarfirði á leið uppi holt klukkan 20:53 og fór út úr strætó klukkan 20:59 í Háholti en gleymdi skólatöskunni í strætónum. Það er nú varla frásögu færandi nema vegna þess að hljóðfærðið mitt MacBook Pro fartölvan var í töskunni auk skólagagna og fleiri græjur.
Þegar ég var kominn úr strætó hljóp ég beint upp í einkabíl og keyrði niðri bæ á kaffi rót þar sem ég hitti félaga minn og tefldi nokkrar skákir. Það var ekki fyrr en á leiðinni heim að ég fattaði að bakpokinn minn var ekki í aftursætinu á bílnum einsog ég hélt. Ég gerði mér grein fyrir því að ég hefði síðast verið með töskuna í strætó 33 og gerði viðamikla leit að henni, hafði samband við Hagvagna í Hafnafirði og leitaðu í strætónum og óskilamunum en strætóinn var hættur að ganga. Það bendir flest til þess að einhver farþegi strætó hafi tekið töskuna til varðveislu :) …

Strætó 33 ók ekki nema 3 hringi eftir að ég labba útúr strætónum þannig að ef einhver ferðaðist með strætó 33 á timabilinu 21 til 23 og man eftir að hafa séð einmanna svartan og gráan bakpoki má hann endilega láta mig vita á hvaða tíma það var, það eru nú ekki margir sem ferðast með svona lókalstrætó á laugardagskvöldi í hafnafirði.

Ég er menntaskólanemandi og inná tölvunni eru mér gríðarlega dýrmæt gögn, glósur, verkefni auk þess sem ég er tónlistarmaður þá eru lagasmíðar, upptökur og tónlist tengt mínum eigin verkefnum og tilvonandi plötu hljómsveitarinnar minnar Andrúm.

Ef einhver er forvitin um nánari innihald töskunnar þá er hægt að nálgast það hér:
http://visir.is/assets/doc/XZ43539.DOC

Það eru vegleg fundarlaun/skilalaun fyrir þann sem getur komið töskunni til skila, hvort sem það er með því að hringja í mig (Birkir Brynjarsson 846-7876) eða skila töskunni eða eitthvað af innihaldinu til lögreglunar.

Ég vona bara að þið kæru hugarar getið hjálpað mér í leit að þessari ómetanlegu tösku.

Til gamans má geta að einhver sem þið þekkið eignast 15" MacBook Pro fartölvu með serial númerið: SW873011VXAG … þá er það mín eign.