Skemmtileg effecta "lineup". Strengja effectar geta verið ansi skondnir og er hægt
að púsla saman á ýmsa vegu. Mig langaði til að segja
ykkur frá mínu “lineuppi” ef svo mætti kalla og
kannski fá smá frá ykkur um ykkar stillingar og púsl.

Mitt lineupp er eftirfarandi: (í röð frá því þar sem
gítarinn tengist inní fyrsta effect) Boss Chromatic
Tuner sem er snilldargræja með hátt “refresh” (maður
er frekar snöggur að stilla og er nákvæmur í þokkabót)
þaðan inní DOD Grunge distorsion sem er ágætt til síns
brúks í grunge geiranum en virkar sem EQ á næsta
distorsion í línunni hjá mér sem er Big Muff,
sniiiiilldargræja með mestu “analog” bjögun sem ég
hef heyrt. Þetta er svo allt kórónað með VGS50
multieffect frá DOD sem ég nota eingöngu vegna
tilstilli volume/wahwah-pedalans á tækinu og delaysins.
Ég er að fara að skipta út tækinu fyrir Boss
delay-pitchshifter og gamla góða cry-baby pedalanum
mínum.

Svona eru þá mínar græjur, en hvernig eru þínar ?

- Ingi - Ókind -

,,Ég er Ókind…" - Ókind 2001