Palm Muting Jæja mér fannst kominn tími á að gera grein sem fjallar um einhvers konar gítartæknir þanni ég ákvað að gera eina létta grein um Palm Mute.
Greinin er nánast að öllu leiti byggð á grein wikipedia, frjálsa alfræðiritinu, um viðfangsefnið.

Palm muting, lófa dempun, P.M. eða pizzicato er nokkuð einföld tækni fyrir gítarleikara og bassaleikara sem nota neglur. Þrátt fyrir það mun betur þekkt fyrir gítarleikara.
Aðgerð: Palm muting felst einfaldlega í því að leggja þá hlið hægri handarinnar(vinstri fyrir þá sem spila örvhent) sem litlifingur er ofan á strengina hjá brúnni á meðan að vera er að slá með nöglinni(þannig að palm muting er í rauninni rangt nafn yfir tæknina þar sem meira er verið að nota yrsta hluta handarinnar frekar en lófann). Sem gefur einskonar dempaðan hljóm. En þrátt fyrir að þetta hljómi augljóst þá eru margar útgáfur til af þessari tækni. Þeir hlutir sem að skipta máli þegar kemur að notkun P.M. eru í rauninni 2:

Þrýstingur handarinnar

Þrýstingur hægri handarinnar breytir hljómnum augsjáanlega mjög mikið. Þannig að þeimum meiri þrýstingur þeimum meira Staccato effect verður og gerir nóturnar þar afleiðandi minna þekkjanlegar.

Staðsetning handarinnar

Aftur er það hægri höndin sem skiptir máli. Algengasta leiðin til þes að spila með p.m. er að setja semsagt höndina nálægt brúnni og slá en ef þú setur hendi lengra frá brúnni verða palm muted í mun stærra magni. Og aðjálfsögðu öfugt þegar hendin fer nær brúnni.

Gallar
Það sem þú þarft að vita líka er að þegar þú hefur verið að spila lengi og ert að nota palm muted þá getur það haft neikvæð áhrif á bæði brúnna og strengina. Vegna þess að þegar maður hefur verið að spila lengi þá svitna maður yfirleitt á höndunun, þannig svitinn fer á strengina og brúnna þannig að þeir ryðga(sjá mynd). Einnig ef þú ert með floating tremolo kerfi eins og floyd rose getur pitch-ið breyst þegar mikill þrýstingur er settur

Þekkt lög þar sem Palm Muting aðferðinni er beitt:
House of the rising sun - The Animals
Every Breath You Take - The Police
Battery - Metallica
Tæknin er mjög vinsæl í ýmiskonar metal og slíku.

Vonandi höfðuð þið gagn og gaman af þessari grein minni. Einnig biðst ég afsökunar á stafsetningarvillum, ef það eru þá…
Vagg og velta!
kv. Auðunn