Vantar þér hljómsveitameðlimi Sælir hugarar.
Ég bjó til þessa grein aðeins með það í huga að hjálpa fólki að hittast og spila saman :)

Það sem mig langar að gera er að allir sem eru að leyta af fólki ættu að prufa auglýsa sig hér með nægilegum upplýsingum. Ég vill bara prufa að sjá þetta allt á einari síðu og svo geta fólk skoðað hana upp og niður og fundið draumaprinsinn/prinsessuna.
Á meðan við gerum þetta “professionally” og þæginlega þá ætti þetta að verða helvíti góður listi af umsækjundum.

Svona er formúlan fyrir því hvernig fólk ættu að gera þetta:

“Optional” = Ef þú villt, máttu skrifa þetta með
“ / ” = Þú skrifar annaðhvort af þessum tveim.

Stakur/Hópur með/án húsnæði

Nafn á hljómsveit (optional, aðeins fyrir hópa)
Stefna (optional, aðeins fyrir hópa)

Hljóðfæri. Stefnur. Staður. Aldur. Reynsla. Nafn (optional). Aukalegar uppl. (optional).

Sækist eftir: (optional)

Hljóðfæri. Aldur. Aukalegar uppl. (optional).


Lokaorð (optional)


Þetta var formúlan. Hérna kemur dæmi fyrir því hvernig þetta gæti litið út fyrir einstakling sem ætlar ekki að taka framm hvaða hljóðfæri hann sækist eftir:

Stakur án húsnæðis

Gítar/píanó. Metall/funk. Reykjavík. 72 ára. 20 ára reynsla. Mr.Willson. “Jacksson Dinky og JPG drasl hljómborð”

Lokaorð: “Ég get spilað en puttarnir eru að fara detta af”

Og hérna er dæmi fyrir hóp (fleiri en 1)sem er að spila ákveðna stefnu og sækist eftir ákveðum hljóðfærum:

Hópur með húsnæði á Strandgötu 4, Reykjavík, Fjölnirshúsið

Nafn : Fibercats
Stefna : Metall. Iron Maiden cover og frumsamið eftir Bjögga og Halla.

Gítar. Metall. Kópavogur. 18 ára. 2 ára reynsla. Halli. “Er með sítt hár, og á lausu stelpur”
Bassi. Metall/jazz. Hafnafjörður. 20 ára. 4 ára reynsla. Bjöggi.
Trommur. Metall/rokk/popp. Hafnafjörður. 17 ára. 2 ára reynsla. “Ég vill fá jákvætt fólk”

Sækist eftir:

Söngur. 16-26 ára. “Erum að leyta af söngvara sem getur sungið og öskrað. Þarf helst að passa við Iron Maiden lögin”
Gítar. 16-26 ára. “Erum að leyta af gítarleikara sem tekur við sólóunum. Viljum ekkert of mikið af því samt, bara til að gera eitthvað flott með okkur.”

Lokaorð: “Erum með bíl og getum náð í þig, en vonum að þú leggir til í bensínkostnaðinn. Það gengur annars mjög vel hjá okkur. Við æfum 3svar á dag. Mánudag, Miðvikudag, Föstudag, alltaf klukkan 18:00. Við getum annars reynt að hafa tímann öðruvísi ef þú kemst ekki. Erum að pæla að vera í skrítnum fötum og með flottar hárgreiðslur þegar við förum á sviðið, en það er ekki ákveðið. Peace out.”


Svona er þetta.

En vegna þess að fólk er einnig vera að gefa athugasemdir vill ég að fólk noti tilvatnanir.
Þannig verður þæginlegra að leyta sér af umsækjanda. Til að nota tilvitnun:

“quote”

texti

“/quote”

En þú notar [] í stað gæsalappa

Ég vona að þessi grein virkar eitthvað og hjálpi nokkrum. Spurningar og athugasemdir vel þegnar.

Takk fyri
Gear: ESP Eclipse I, Níðhöggur, Peavey Classic 50/212, Gretch Blackhawk EX, Roland HD-1. Logic Pro & Macbook Pro