Ég var að velta fyrir mér hvort þið gætuð aðeins hjálpað mér…
Svo er mál með vexti að ég er búin að vera að læra söng og er búin að vera í kór alveg síðan ég var 6 ára…. og dýrka söng og er alltaf að raula e-ð…
En þegar ég er að syngja ein og ég veit að það er einhver að hlusta, þá frostna ég upp… ég bara stirðna upp og get ekki komið upp hljóði og bara flý… þetta er eins þegar það' er verið að hvetja mig til að syngja ég roðna bara niðrí tær og get ekki komið upp hljóði…
En þetta er allt þegar ég er edrú…
Þegar ég er í glasi, þá þarf ég svona hálftíma til að koma mér í yfir feimnina og svo er ekkert mál að syngja, nema að þegar að það er einhver sem mér er kær að hlusta, þá er það að ég fer í köku…
Þetta er eins og þegar ég var úti á portúgal að þá var ég alltaf drukkin þegar ég fór uppá svið til að syngja og alltaf á hverju kvöldi þurft ég c.a hálftíma að koma mér yfir mestu feimnina…
En svo er komið að ykkur kæru hugarar…
vitið þið um einhver góð ráð við þessari rosaelgu feimni,
það er að segja hvernig get ég komist yfir þessa rosalegu feimni þannig að ég get sungið allavega edrú fyrir framan 3-4 manneskjur?
ég vona svo innilega að þið getið hjálpað mér..
Með fyrirfram þökk.
engillinn