Reynsla mín á hljóðfærum byrjaði þegar ég var um 6-7 ára, þegar systir mín kenndi mér Für Elise á píanó (hún hafði verið að æfa í um eitt ár þá). Mörgum ættingjum mínum fannst þetta frekar ótrúlegt, því þetta lag er, 2.-3. stigs efni. Það var þá sem móðir mín spurði hvort ég vildi byrja í tónlistarskóla. Ég hafði mínar efasemdir, þar sem í þá daga fannst mér ekki nógu “cool” að vera í tónlistarskóla, en ég samþykkti og byrjaði að æfa á blokkflautu, get ekki sagt að ég sjái eftir því.

Blokkflautu-tímarnir voru skylda í þá daga, fyrir svona ungt fólk. Maður varð að fara í gegnum svokallaðann “Forskóla”. Eftir að hafa mætt í nokkra tíma, fannst kennaranum mínum að ég þyrfti ekkert að halda áfram í þessum fórskóla, og sagði mér að finna eitthvað spennandi hljóðfæri til að læra á. Klarinett varð fyrir valinu.

Fyrsta árið mitt á klarinett var mjög skemmtilegt, auðvelt, en skemmtilegt. Ég get ekki sagt hvort kennarinn hafi verið svona góður eða að ég hafi fengið létt lög, eða bara að ég hafi verið svona helvíti góður. En ég flaug í gegnum 1. og annað stigið á 2 árum. Eftir þau 2 ár, hætti kennarinn minn, hún Sveindís, fór að læra meira úti.

Næsti kennarinn minn var frá bandaríkjunum, minnir að hann hafi heitið David. Ég átti mjög erfitt með að læra hjá honum, því hann talaði lítið sem enga íslensku, og ég aðeins 9 ára, nýbyrjaður að læra blóta á ensku. Ég komst þó í gegnum þetta ár með 3ja stigsprófið neglt á vegginn, en var hins vegar orðinn frekar leiður á því að spila á klarinettið og langaði að breyta aðeins til.

Móður minni fannst það hins vegar ekki sniðugt og fannst að ég ætti að halda mig við eitt hljóðfæri í einu. En samþykkti svo loksins að leyfa mér að taka hálft nám á einhverju hljóðfæri. Píanó varð fyrir valinu. Um þetta leyti var ég 10 ára gamall. Á þessu hálfa ári náði ég gífurlegum framförum á píanói. Tók 1. stig með trompi, Ragnheiður, kennarinn minn, fékk gífurlegar skammir fyrir lagavalið á prófinu, en ég hafði verið að spila 3ja stigs lög.

Eftir að hafa tekið annað og þriðja stig, ákvað ég að einbeita mér alveg að píanóinu, og hætti að æfa á bassa-klarinett (ég hafði breytt aðeins til) og franskt horn (hafði verið að æfa á það í hálft ár).

Í rauninni hefur ekkert breyst síðan, ég er enþá að æfa á píanó, en eftir að hafa verið hjá Ragnheiði í um, 7-8 ár, fannst henni hún ekki geta kennt mér meira. Núna, frá árinu 2006, hef ég verið að læra hjá Önnu Málmfríði, það hefur verið svolítið erfitt þar sem hún kennir öðruvísi en þannig sem ég er vanur. En bráðum fer ég að vinna í því að taka Efsta stig, eins og sumir vita kanski var breytt próf-kerfinu hérna á íslandi árið 2004 eða 2005, s.s. hætt með þessi 8 stig og byrjað með fyrsta-stig, mið-stig og efsta-stig, ég er samt ekki 100% á nöfnunum, þar sem ég hef bara tekið miðstigið.

Held að þetta sé bara komið, þannig að ég þakka fyrir mig.
Tölvurnar mínar: NES, 2x SNES, N64, Sega Genesis, Sega Dreamcast, PS1, PS2, GameCube, Gameboy Color, Nintendo DS, Nintendo Wii.