Ekki hætta, Haltu áfram Ég ætla að skrifa um sögu mína á hljóðfæri og reyna að koma skilaboðum til þeirra sem eru að byrja að leggja ekki hljóðfærin frá sér af því að tónlistarnám getur orðið erfitt.

það byrjaði þegar ég var 11 ára að ég spurði mömmu um að fara að læra á gítar hún sótti um fyrir mig í tónlistarskólanum í Keflavík.

Ekkert gerðist þangað til ég varð 12 ára þá var hringt og sagt að ég ætti að mæta í tíma næsta föstudag kl 3 ég man þetta enn ég var einn heima og varð svo yfir mig glaður og hoppaði alveg að kæti.
ég mætti í þennan tíma og vildi bara spila á gítar eða bassa sá sem var að kenna sagði að ég hefði of stuttar hendur til að spila á bassa og það var ekki laust á gítar frændi minn var að byrja á sama tíma og við fengum einn heilann tíma saman það var mjög gaman ég fékk lánaðann gítar hjá skolanum og lærði roling stones lög og alskonar rokklög sem gaf mér soldið stökk hvað áhuga varðar en þettavarði eigi lengur en um það bil mánuð, einmitt þegar áhuginn fyrir gítarnum var í hámarki ákvoðu foreldrar mínir að flytja.

Já við fluttum sémsagt í Grímsnes rétt hjá Selfossi þar fékk ég ekki neina kennslu í mánuð en keypti mér samt fyrsta gítarinn minn í hljóðfærahúsinu þetta var ódýr byrjendapakki með ; Squier Strat 12W Náttborðsmagnara og Stillitæki. Ég man hvað ég var ánægður með að hafa keypt þennan pakka á 38 000 :) ég var ánægður upp fyrir haus á þessum tíma kinntist ég foritinu Guitar Pro sem frændi minn sýndi mér en ég kunni ekki almennilega á það og gat ekki sótt neitt magn af lögum á netinu þar sem ég var bara með 58 kbs, og pabbi var frekar nískur á netinu.

Nokkru síðar byrjaði ég í Tónlistarskóla Árnesinga og lærði hjá kennara sem ber nafnið Hjörtur hann kenndi eiginlega af mínu mati of mikið af nótum og of lítið af rokklögum ég var alger rokkhundur á þessum tíma og er enn og mun alltaf vera Lengi Lifi Rokkið ! en nú er ég kominn út fyrir efnið. Eftir að ég Overdosaði á nótum misti ég alveg áhugann fyrir gítarinum og hann lá rykfallinn á gítarstandi í herberginu mínu. Ég hlustaði slatta mikið á Blackmetal og eithvað af Thrash metal. Ég fór að mæta illa í tímana og þegar ég mætti meðtók ég ekkert af því sem kennarinn sagði.

Þetta hræðilega tímabil í lífi mínu stóð þar til ég varð þrettán ára. Þá fékk ég loksins Adsl þið megið kalla mig hellisbúa ef þið viljið en “heyjj” svona er ég bara. Eftir að ég fékk adsl varð ég alger tónlistar nörd ég sótti guitar pro lög á netinu sem og tónlist þó það sé ólöglegt í dag á ég yfir 70.000 guitar pro lög í tölvunni minni og 80 gb af tónlist bara ekki siga löggunni á mig en allavega þá loksins tók ég upp gítarinn og fór að spila á fullu og lærði fullt af lögum einna helst Rokk & Metal og gerði alskonar æfingar sem ég fann á ýmsum síðum og fór að standa mig í tónlistarskólanum þetta tímabil varði þar til fyrir um 6 mánuðum !

Já fyrir um 6 mánuðum fékk ég mjög mikinn áhuga fyrir Indie tónlist hljómsveitir eins og Franz Ferdinand, Bloc Party og Arctic Monkeys urðu þá í mjög miklu uppáhaldi. Seinna meir fékk ég ódýran Ibanez bassa Sjá mynd í láni hjá krakka í 7.bekk í skólanum mínum, þakka þér Hákon :'D og ég lánaði honum gítarinn minn í staðinn. Ég var með þennan bassa í sirka 3 vikur og æfði mörg Franz Ferdinand lög með félaga mínum og Gítaristanum AronBack(áhuga) ég lærði einnig lög með Red hot Chillipeppers samdi helling og æfði “Slapping & Popping” tækni mjög mikið. Eftir þetta fór ég í hljóðfærahúsið og verslaði mér Ibanez SDGR enda átti ég mjög mikinn pening því ég sparaði fermingarpeningana og vann öll sumur eftir að ég flutti í sveitina. Þegar ég gekk inn í hljóðfærahúsið sá ég aðeins einn bassa þar sem hann hékk á vegnum svartur með gráum röndum sem sáust reyndar ekki fyrren ég kom nær þetta er active bassi og það tók mig 15 min að kaupa hann :D

Núna í dag er ég bara að spila á bassan og búnað stofna Félag áHUGAbassaleikara sendið mér skilaboð ef þið viljið gerast félagar. Í dag spila ég mest Indie/rokk og alskonar Rokk. Markmið mitt með þessari grein er að segja þeim sem eru að byrja á hljóðfæri að hætta aldrei og reyna að gera tónlistarnámið skemtilegt annað hvort með því að fá skemtilegan kennara sem er ekki með nótnaflæði svona strax í byrjum og/eða að stofna hljómsveit þó það sé ekki nema bara að spila með besta vini þínum sem æfir á hljóðfæri á kvöldin þannig byrjendur ræktið áhugan með alskonar brellibrögðum

Ég vil taka það fram að allar ritvillur, stafsettningarvillur og málfarsvillur eru á ábirgð íslenskukennarans míns og mentamálaráðuneytisins annars er ég sáttur :) og vona að þetta hafi verið skemtileg lesning endilega gerist félagar í Félagi áHUGAbassaleikara vill minna á að ég er á lausu(sem bassaleikari og jafnvel gítarleikari)

Lengi Lifi Rokkið og Ég