Þitt næsta hljóðfæri? Mig langaði að koma af stað smá umræðu um það hvaða hljóðfæri/magnara/aukahluti þið ætlið að fá ykkur næst, eða planið á að fá ykkur í framtíðinni (þá er ég að tala um raunsæilega hluti).
Til að byrja með þá skal ég segja það sem ég er að plana að kaupa mér næst.

Næst á dagskrá mun vera nýr magnari sem ég hef ákveðið að verði Mesa Boogie Dual Rectifier, er að safna mér upp í hann eins og er :)
Og fá mér einhverja góða pedala eins og delay, chorus og var að spá í að fá mér Vox Wah-Wah. Og svo líklegast eitthvað gate eða eitthvað til að minnka hávaða og feedback (einhver með einhverjar hugmyndir hvað gæti verið gott í svoleiðis?).
Ég hef nefnilega ekki mikið notað pedala þar sem ég fékk mér Spider II magnara og notaði bara effektana í honum.

En hvað með það, næsti gítar mun líklegast vera Ibanez Jem UV777 (Universe) Mynd hér
Ég var reyndar mikið að spá í að fá mér John Petrucci signature 7 strengja gítarinn, en er farinn að hallast meira að Universe-inum. Allavega verður næsti gítar 7 strengja ;)

En svo er bara komið undir ykkur að segja hvert ykkar plan er!
…djók