Saga mín á hljóðfæri. Jæja. Nú hef ég tekið eftir því að notendur hafa farið að skrifa sögu sína á hljóðfæri, eins og kunningi minn hann Gummi, en við spiluðum stundum saman í ýmsum stórhljómsveitum, en þó oftast með harmonikufélagi Héraðsbúa og litlu hljómsveitinni hans Torvaldl Gjerde en hann útsetti mörg lög fyrir nánast hverja einustu tónleika í Tónskóla Austur-Héraðs. (Löng setning?) En komum okkur að efninu. Þegar ég var ungur (er það reyndar enþá) hafði ég góðann áhuga á hljóðfærum, en pabbi minn, sem er harmonikuleikari, kenndi mér fyrst þegar ég var svona 2-3 ára gamla nóa en hann lærði ég fljótt og spilaði hvar sem er. Mitt fyrsta lag samdi ég á borðið á harmoniku þegar ég var um 6 ára gamall en pabbi hjálpaði mér aðeins.

Píanó

Í 3. bekk ákvað ég að skella mér á að byrja að æfa á píanó í tónlistarskóla Austur-Héraðs. (Heitir núna tónskóli fljótsdalshéraðs. Hefði reyndar átt að byrja aðeins fyrr en ekki er hægt að gera neitt í því nú. Ég var nokkuð fljótur að læra lög og tók 1. stigið svo um vorið í 4. bekk undir umsjón Rosemary nokkrar. Svo tók ég stigin bara hvert á fætur öðru, og lauk svo fjórða stigi í 7. bekk. Tók 2. og 3. stigið hjá Torvald Gjerde en 4. stigið hjá einhverri Imagine. Ég var farinn að læra aðeins stærri lög og sagði Torvald Gjerde að ég væri rosalega hæfileikaríkur. Svo árið 2005 þurfti að fá nýjan kennara í skólann. Þessi kennari heitir Zigmas Genutis og er hann einn sá besti kennari sem ég hef farið til. Hann hefur kennt mér rosalega mikið, og var ég farinn að færa mig í mjög erfið lög, eins og Turkish March eftir Mozart og Sonata eftir Beethoven en þessi lög vou alveg 4-5 bls og 5 min. Þessi lög flutti ég svo, Mozart á Jólatónleikum, og Beethoven á skólaslitum en þar spila yfirleitt aðeins 4-5 duglegustu / bestu nemendur skólans. Því miður var þetta skólaár ekki nógu gott fyrir mig. Ég nennti eiginlega ekki að æfa mig og þurfti því að fresta miðstiginu þar til næsta ár. Var eg mjög óánægður með sjálfann mig og lærði þar með lexíu. Svo núna þetta ár ætla ég að æfa mig mjög vel en er ég að læra núna Sonatina 1, eftir og ætla að flytja það á tónleikum 27 okt. Einnig er ég að læra mánuð tólf í bókinni Tólf mánuð ársins eftir Korsakoff bara á litháensku, en þetta er 10-12 mínútna vals. Hef ég nú ákveðið að taka 5.stigið í apríl eða mai og ég ætla rétt að vona að ég geri það. Ég þarf að æfa mig um 1-2 tíma um dag en geri það því miður ekki.. Æfi mig reyndar stundum það mikið en yfirleitt ekki nema um 40 min.
Einkunnir í prófum:
1.stig : 8.0
2.stig : 8.3
3.stig : 7.8
4.stig : 8.2

Kennarar:
‘00-’02: Rosemary
’02-’04: Torvald Gjerde
’04-’05: Imagine
’05-‘??: Zigmas Genutis.
Tónfræði:
Ég byrjaði allt of seint í tónfræði miðað við það sem ég hefði átt að gera en ég náði mér
alveg á strik og er kominn á rétt plan, eða búinn með 4. stigið.
Einkunnir í prófum:
1. stig : 9.9
2. stig : 9.5
3. stig : 9.0
4. stig : 6.7 (wtf?)

Kennarar:
’01-‘02: Magnús Magnússon
’02-’04: Torvald Gjerde
’05-’06: Steingrímur eitthvað.
’06-??: Ekki byrjað enþá.


Harmonika:

Pabbi minn keypti handa mér harmoniku þegar ég var 11. ára gamall, en ég hef ekki spilað mikið hana. Ég hef spilað á nokkrum árshátíðum harmonikufélagsins, auk þess sem ég hef spilað á Harmoinkulandsmótinu á Neskaupsstað árið 2005 en þar spiluðum við pabbi 2 eitt lag sem hann samdi, sem við höfðum verið að æfa stíft, en svo spiluðum við líka með hljómsveitinni frá HFH. (harmonikufélag Héraðsbúa).
Hef aldrei æft á harmoniku nema bara heima eitthvað með pabba.

Gítar:

Fór að hafa mikinn áhuga á gítar þegar ég var að klára 6. bekk, en svo keypti ég mér einn kassagítar um haustið og spilaði alveg rosalega mikið heima hjá mér, lærði töp, og lærði bara mörg lög. Svo næsta ár, ákvað ég að prófa hálft nám í gítar, og fór í rafmagnsgítarnám, og var hjá kennara að nafni Hafþór Máni. Þarna lærði ég ekki mikið en kennarinn sagði að hann hafi verið mjög ánægður með að það kæmi loksins einhver sem kynni eitthvað á gítar eftir fyrsta tímann. Nú í ár er ég að æfa hálft nám í klassagítarnámi hjá finnskum kennara að nafni Mattii. Hann er fínn náungi og líkar mér mjög vel hjá honum.
Hljóðfæri:
Washburn kassagítar
Squer by fender rafmagnsgítar
Hellas píanó
Korg hljómborð
Einhversskonar harmonika.
Eitthvað fleira.

Nú ætti þetta flestallt að vera komið en ég er áræðanlega að gleyma einhverju. Þetta er að auki mín fyrsta grein á þessu áhugamáli svo ekki koma með mikið skítkast. Ég gerði þessa grein í word og það gæti verið að skástrikin og feitu stafirnir komi ekki.

Takk fyrir mig, kv. Pornent.
Áttu njósnavél?