Gítar Workshop á Akureyri C/P af heimasíðu Hússins, www.husid.net

Fyrirlestur og kennsla í Húsinu laugardaginn 14. október kl. 15:00


Thiago Trinsi er atvinnugítarleikari frá Brasilíu. Til margra ára starfaði hann við að útsetja og spila inn á plötur, auglýsingar, útvarps- og sjónvarpsefni í Brasilíu en þessa dagana starfar hann hér á Íslandi við að kenna gítarleik og vinnur að því að búa til gítarkennslu DVD. Thiago hefur mikla reynslu og þekkingu á hinum ýmsustu gerðum tónlistar, allt frá rokki og metal yfir í djass og fusion yfir í salsa og bossa nova og margt fleira.

Thiago mun sýna og kenna lagasmíði, uppbyggingu hljóma, samhljóm, tónskala, sólótækni, ýmsar aðferðir og tækni í ýmsum gerðum tónlistar ásamt notkun á nútíma tækni, tölvum og effectum. Einnig mun Thiago fræða þátttakendur um það að gera tónlist að sínu aðal atvinnutæki og að markaðssetja sjálfan sig.

Sýnishorn af því sem Thiago mun kenna: Burning lidians, sweep techniques og virtuose legatos.

Fyrirlestur og kennsla fer fram á ensku, þáttökugjald er aðeins 3.500,- krónur.

Skráning fer fram á www.husid.net (neðar á síðunni)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF