Mín Hljóðfærasaga Já, þetta er fyrsta greinin mín svo að hún gæti verið slök…

Alla vegna

Þegar ég var lítill þá lærði ég á blokkflautu í Tónskóla Eddu Borg. Það var ágæt reynsla og ég lærði líka ágætt í tónfræði.

Svo núna fyrir um það bil 2 árum fékk ég allt í einu löngun til að byrja að spila á trommur, að hluta til því að ég hafði nýlega séð myndina Drumline hehe og mér fannst hún svakalega flott og góðir percussion-istar.

Þá fór ég að væla í pabba fyrir byrjendatrommusetti var til sölu á 55 þús í Gítarnum ( slök búð en ég held að allir vita það ) sem var af gerðinni PP ( Performance Percussion ). Ég byrjaði þá að fara í tónskóla Eddu Borgar til að ná tökunum á þessu og fyrr en varði þá var ég farinn að spila nokkra takta.
Ég og félagar mínir stofnuðum þá hljómsveit því að þeir voru farnir eitthvað að spila á gítar. Við æfðum í kjallaranum mínum og mér fannst vera helvíti góðir :P. Við vorum að taka upp og svona sendum nokkur lög inná rokk.is.

Svo fermdist ég og ég ákvað fyrst að bæta við þetta lélega sett sem ég átti en einn verslunarstarfsmaðurinn í Hljóðfærahúsinu stakk uppá að ég keypti mér bara nýtt trommusett. Ég sló til og að hluta til var ég þreyttur á að segja tegundina á settinu mínu sem var drasl og keypti mér PDP CX series Blue Onyx sem var til sölu á 150 þús. Það var 6 trommu sett og hljómaði bara helvíti vel. Stærðirnar voru 10”, 12”, 14”, 16”, 14” og 22”. Allt síðan ég keypti settið hef ég verið að bæta við það og ég skelli mynd af því með greininni.

Þetta er sagan mín og ég vona að ykkur líki hún.
Mike Portnoy: Do you guys know how long it took to find a gravestone with the name Victoria Page, and the dates 1905-1928 on it?! Took us months!